Lýður Sigurðsson fæddur 27. maí 1952
Lýður Sigurðsson er fæddur á bænum Glerá í Kræklingahlíð við Akureyri.
Hann er húsgagnasmiður að mennt og útskrifaðist frá Iðnskólanum á Akureyri. Hann sótti ýmis myndlistarnámskeið meðal annars í Myndlistarskólanum á Akureyri. Eftir
að Lýður flutti til Reykjavíkur 1982 stundaði hann nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, m.a. undir leiðsögn Hrings heitins Jóhannessonar.
|